fim 25. apríl 2019 08:50
Magnús Már Einarsson
Höskuldur í Breiðablik á láni (Staðfest)
Höskuldur Gunnlaugsson.
Höskuldur Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Breiðablik hefur fengið kantmanninn Höskuld Gunnlaugsson í sínar raðir á láni frá Halmstad en sænska félagið hefur staðfest þetta.

Viðræður hafa verið í gangi undanfarna daga en Höskuldur hefur ekki átt fast sæti í liði Halmstad í sænsku B-deildinni í ár.

Höskuldur er uppalinn hjá Breiðabliki en þessi 24 ára gamli leikmaður fór til Halmstad á miðju sumri 2017 og er samningsbundinn í Svíþjóð til júlí á næsta ári.

Breiðablik hefur verið að styrkja sig í vikunni en í gær kom bakvörðurinn Arnar Sveinn Geirsson til félagsins frá Val.

Fyrsti leikur Blika í Pepsi Max-deildinni er gegn Grindavík á útivelli á laugardaginn.

Höskuldur er mættur í Draumaliðsdeild Eyjabita. Kemst hann í þitt lið?

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner