þri 25. september 2018 21:54
Brynjar Ingi Erluson
Dean Martin gerir tveggja ára samning við Selfoss (Staðfest)
Dean Martin handsalar samninginn
Dean Martin handsalar samninginn
Mynd: Heimasíða Selfoss
Knattspyrnudeild Selfoss gerði í dag tveggja ára samning við Dean Martin, þjálfara liðsins.

Dean Martin, sem var áður aðstoðarþjálfari kínverska kvennalandsliðsins, tók við Selfyssingum í sumar eftir að Gunnar Borgþórsson ákvað að stíga til hliðar.

Honum tókst ekki að bjarga liðinu frá falli en þó er mikil ánægja með störf hans innan félagsins og fær hann því nýjan tveggja ára samning.

Yfirlýsing félagsins:

Dean Martin skrifaði í kvöld undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss um þjálfun karlaliðs félagsins.

Dean tók tímabundið við liðinu í lok júlí síðastliðins og er mikil ánægja með störf hans innan félagsins þó að hlutskipti karlaliðsins hafi verið að falla niður í 2. deild.

„Það voru allir sammála um það í stjórninni að Dean væri fyrsti kostur í starf þjálfara karlaliðsins og við erum mjög ánægð með að um hafi samist. Hann hefur unnið mjög faglega fyrir okkur í sumar en auk þess að þjálfa meistaraflokk mun hann koma inn að styrktarþjálfun fyrir fleiri flokka,“ segir Jón Steindór Sveinsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner