Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. mars 2019 15:37
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Vefsíða Völsungs 
Völsungur krækir í Akil og Valdés (Staðfest)
Mynd: Raggi Óla
Völsungur er búið að krækja í tvo nýja leikmenn fyrir komandi átök 2. deildar. Annar þeirra er fjölhæfur sóknarmaður frá Trínidad og Tóbagó og hinn er markvörður frá Kúbu sem hefur þó búið á Spáni meirihluta ævinnar.

Framherjinn Akil DeFreitas er 32 ára gamall og hefur komið víða við á ferlinum, svo sem í Kanada, Finnlandi og Litháen. Hér á landi hefur hann gert gert 9 mörk í 27 leikjum með Sindra og Vestra í 2. deild. Hann lék með Sindra sumarið 2017 og nokkra leiki með Vestra í fyrra.

Markvörðurinn Inle Valdés Mayari hefur leikið fyrir SD Almazan og Pinto Atletico í spænsku C-deildinni. Hann skrifaði þá undir hjá UD San Sebastian í B-deildinni á Spáni fyrir tveimur árum en fékk ekki spiltíma með aðalliðinu.

Völsungur var í toppbaráttu 2. deildar í fyrra og stefnir upp í sumar. Liðið er að stærstum hluta byggt á ungum, uppöldum Húsvíkingum og eru Akil og Valdes undantekningar í þeim efnum.

„Samkeppnin er hörð í deildinni og liðin eru að styrkja sig mikið í kringum okkur. Það er erfitt fyrir lítið félag eins og Völsung að fá erlenda leikmenn til liðs við sig. Við erum svo heppin þetta árið að þessir þrír sem koma til okkar duttu allir inn í vinnu hér í bænum og þar af leiðandi mögulegt fyrir þá að búa hér, enda engir sjóðir hjá okkur að sækja í," segir Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Völsunga.
Athugasemdir
banner