Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   fim 27. febrúar 2025 09:14
Elvar Geir Magnússon
Heimild: VF 
Hitakerfið sem var lagt 2010 hefur aldrei virkað
Lengjudeildin
Hitakerfið í Keflavík hefur aldrei virkað.
Hitakerfið í Keflavík hefur aldrei virkað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótboltadeild Keflavíkur vill að bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ láti leggja heimtaug að HS Orkuvellinum í Keflavík svo að hægt sé að nota upphitunarkerfi sem var lagt undir völlinn 2010.

Víkurfréttir fjalla um málið en upphitunarkerfið, sem hefur verið til staðar í fjórtán ár, hefur aldrei virkað sem skyldi.

„Ráðið er meðvitað um að tímabilið í knattspyrnu er sífellt að lengjast í báða enda og besti kosturinn er að hafa upphitun á vellinum,“ segir í fundargerð Íþrótta- og tómstundaráðs bæjarins.

Keflavík hlaut vilyrði fyrir styrkveitingu frá KSÍ ef mótframlag hlýst. Íþrótta- og tómstundaráð hefur á hinn bóginn ekki fjármagn á fjárhagsáætlun 2025.

Keflavík leikur í Lengjudeildinni, bæði í karla- og kvennaflokki.
Athugasemdir
banner