Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 27. ágúst 2021 16:11
Elvar Geir Magnússon
Í beinni - Man Utd búið að tilkynna Ronaldo
Mynd: Getty Images
Ótrúleg atburðarás átti sér stað í málum Cristiano Ronaldo í dag. Manchester United var skyndilega komið á fulla ferð í viðræðum um kaup á honum frá Juventus.

Sjá einnig:
Ronaldo til Man Utd (Staðfest)

Allt virtist stefna í að Ronaldo væri á leið til Manchester City síðdegis staðfesti Manchester United um kaup á Ronaldo.

„Það er mikil tilhlökkun meðal allra hjá félaginu að bjóða Cristiano velkominn aftur til Manchester," sagði í tilkynningu frá United.

Fótbolti.net hefur fylgst með helstu tíðindum varðandi Ronaldo:
17:06
Góða helgi!

Segjum þetta gott í þessari beinu textalýsingu. Þetta hefur verið afskaplega hressandi rússíbanaferð. Stuðningsmenn Manchester United eru allavega í skýjunum.

Við höldum að sjálfsögðu áfram að flytja fréttir á færibandi sem eru tengdar þessum kaupum hér á Fótbolta.net.

Eyða Breyta
17:03


Eyða Breyta
17:01


Ronaldo kveður stuðningsmenn Juventus
"Í dag kveð ég ótrúlegt félag, það stærsta á Ítalíu og eitt það stærsta í allri Evrópu. Ég gaf hjarta mitt og sál fyrir Juventus og ég mun alltaf elska borgina Tórínó."

Svona hefst sérstakt kveðjubréf Cristiano Ronaldo til stuðningsmanna Juventus sem hann skrifaði á Instagram en hann hefur verið keyptur til Manchester United.

Ronaldo segist alltaf hafa lagt sig allan fram fyrir stuðningsmenn Juventus.

"Við getum horft til baka og áttað okkur á því að við afrekuðum frábæra hluti. Við fengum ekki allt sem við vildum en saman skrifuðum við ansi fallega sögu. Ég verð alltaf einn af ykkur og þið eruð hluti af minni sögu. Þið verðið alltaf í hjarta mínu."

Ronaldo var þrjú ár hjá Juventus og vann ítalska meistaratitilinn í tvígang og bikartitilinn einu sinni. Honum tókst þó ekki að ná því markmiði að vinna Meistaradeildina með liðinu.

Eyða Breyta
16:52
Vertu velkominn heim


Eyða Breyta
16:46
Goal.com segir að koma Ronaldo hafi ekki áhrif á Cavani. Úrúgvæski sóknarmaðurinn sé í áætlunum Manchester United og verði áfram hjá félaginu.

Eyða Breyta
16:43



Eyða Breyta
16:41


Eyða Breyta
16:40
Sameinaðir á ný.


Eyða Breyta
16:33


Eyða Breyta
16:32
Gary Neville, fyrrum fyrirliði Manchester United:
"Þetta eru stórkostlegar fréttir. Það er nostalgía í þessu, eitthvað sem virkar ekki alltaf í fótbolta, en hugsunin um Ronaldo í Manchester City var kvöl fyrir stuðningsmenn United."

"Ef það er stór leikmaður laus þá verður United að taka þátt. Við vitum að það er möguleiki að Haaland sé fáanlegur næsta sumar. Cavani tekur þetta tímabil og liðið þurfti annan kost í fremstu víglínu."

"Ég veit að þeir eru með Greenwood en ef við skoðum viðskiptin sem Chelsea hafa gert og þau sem Manchester City hefur reynt þá þarf Manchester United að veita samkeppni. Það sem United hefur gert er að bæta við reyndum markaskorara, goðsögn og það gefur félaginu magnaða tólf mánuði."

Eyða Breyta
16:26


Eyða Breyta
16:25


Eyða Breyta
16:23
Dharmesh Sheth hjá Sky Sports segir að um leið og Ronaldo hafi frétt að Manchester United vildi fá sig þá hafi hann ómögulega getað hafnað þeim möguleika.

Eyða Breyta
16:20
Þetta hefur gerst ákaflega hratt

Simon Stone, fréttamaður hjá BBC, segir að Cristiano Ronaldo hafi talið það ómögulegt að hann gæti snúið aftur til Manchester United en félagið hafi hinsvegar ákveðið að gera það að veruleika. Öll atburðarásin átti sér stað á tveimur sólarhringum.

Eyða Breyta
16:19
Heimasíða Manchester United hrundi

Svo mikill var heimsóknarfjöldinn á heimasíðu Manchester United eftir fréttirnar af Ronaldo að síðan hrundi tímabundið!



Eyða Breyta
16:11


Eyða Breyta
16:03
Mikil tilhlökkun

"Það er með mikilli ánægju sem Manchester United staðfestir að félagið hafi náð samkomulagi við Juventus um kaup á Cristiano Ronaldo," segir í tilkynningu Manchester United.

"Það er mikil tilhlökkun meðal allra hjá félaginu að bjóða Cristiano velkominn aftur til Manchester."

Eyða Breyta
16:00
Ronaldo verður í Portúgal út landsleikjagluggann og fer svo til Manchester. Hann mun mögulega spila sinn fyrsta leik í endurkomunni gegn Newcastle United á Old Trafford 11. september.

Eyða Breyta
15:53
(STAÐFEST)



Eyða Breyta
15:51
HERE WE GO! Allt klappað og klárt segir Romano, það á bara eftir að ganga frá formsatriðum.



Eyða Breyta
15:49
Þetta gerist á leifturhraða... Neil Custis hjá götublaðinu The Sun segir að allt sé klárt. Verið sé að semja yfirlýsingar.


Eyða Breyta
15:47
Þið munuð komast að því eftir klukkutíma

Þegar Ronaldo lenti í Portúgal reyndu fjölmiðlamenn að fá viðbrögð hans þegar hann hélt út í bíl. "Framtíð mín? Það kemur í ljós eftir klukkutíma. Ég er mjög ánægður," sagði Ronaldo. Portúgalskir fjölmiðlar segja að hann sé á leið í læknisskoðun.

Eyða Breyta
15:42
Ronaldo er í Lissabon en portúgalskir fjölmiðlar elta hann! Portúgalskar sjónvarpsstöðvar hafa hætt við auglýsta dagskrá til að fjalla um Ronaldo.



Eyða Breyta
15:40
Liggur ekkert of mikið á...

Félagaskiptaglugganum verður lokað næsta þriðjudagskvöld klukkan 22:00 að íslenskum tíma.

Spurning er hvaða númer Ronaldo mun fá hjá United. Edinson Cavani er sem stendur með treyju númer 7. Mun hann láta hana af hendi?

Eyða Breyta
15:35
Það hafa verið nokkrar mismunandi tölur í umræðunni varðandi kauptilboð Manchester United. Nú er mest verið að tala um 15 milljónir evra + 8 milljónir til viðbótar eftir ákvæðum.

Eyða Breyta
15:32
Ronaldo mun eiga efni á salti út í grautinn sinn. 480 þúsund pund í vikulaun er talað um.



Eyða Breyta
15:30
Ronaldo er lentur í Portúgal.



Eyða Breyta
15:18
Rio Ferdinand segist hafa hringt í Ronaldo og spurt hann hvað væri í gangi. 'Segðu mér að þú sért að ljúga'



Eyða Breyta
15:17
Hér má sjá hvað Ole Gunnar Solskjær hafði að segja um Ronaldo á fréttamannafundi í dag.



Eyða Breyta
15:08


Eyða Breyta
15:01
Segið ykkar skoðun á þessum risafréttum með kassamerkinu #fotboltinet á Twitter!



Eyða Breyta
15:00
Sky á Ítalíu segir að Juventus hafi borist tilboð frá Manchester United upp á 25 milljónir evra í Ronaldo. Portúgalinn fær tveggja ára samningsboð frá United.

Eyða Breyta
14:57
Spænska blaðið Marca segir að Juventus sé nú að íhuga að gera tilboð í Eden Hazard, leikmann Real Madrid. Hann sé þeirra fyrsti kostur til að fylla skarð Cristiano Ronaldo.

Eyða Breyta
14:56


Cristiano Ronaldo var í sex tímabil hjá Manchester United 2003-2009 þar sem hann vann átta stóra titla og Ballon d'Or gullknöttinn sem besti leikmaður heims 2008 áður en hann var seldur til Real Madrid fyrir 80 milljónir punda, sem þá var metfé.

Hjá United skoraði hann 118 mörk og vann gullskó ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2007-08. Það tímabil hjálpaði hann United að vinna síðasta Meistaradeildartitil sinn.

Eyða Breyta
14:50


Eyða Breyta
14:45
Hlutirnir eru fljótir að gerast og Fabrizio Romano segir að samkomulag sé á lokametrunum. Mark Ogden, fréttamaður ESPN, segir að málin hafi öll snúist við þegar Ronaldo ræddi við fyrrum samherja sína hjá Manchester United í gegnum samskiptaforrit í dag.

Eyða Breyta
14:40
Manchester United hefur lagt fram formlegt tilboð í Ronaldo. Ítalska félagið er tilbúið að ná samkomulagi svo skiptin gangi í gegn.




Eyða Breyta
14:36
Mirror setti saman mögulegt byrjunarlið Manchester United ef Ronaldo mætir.



Eyða Breyta
14:34
Kvaddi liðsfélagana í morgun
"Í gær sagði Cristiano mér að hann hefði ekki í huga að vera leikmaður Juventus áfram," sagði Allegri, þjálfari Juventus, á fréttamannafundi í dag. Ronaldo mætti á æfingasvæði Juve í morgun og kvaddi liðsfélaga sína.

Á þeim tímapunkti virtist hann vera á leið til Manchester City.

Bruno í samskiptum við Ronaldo
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var spurður út í Ronaldo á fréttamannafundi í dag.

"Við höfum alltaf verið í góðum samskiptum. Bruno hefur líka rætt við hann og Ronaldo veit hvað okkur finnst um hann. Ef Ronaldo fer frá Juventus þá veit hann af okkur. Við sjáum hvað gerist með Ronaldo, hann er goðsögn hér og besti leikmaður allra tíma ef þú spyrð mig. Ég var heppinn að fá að spila með honum," sagði Solskjær.

Eyða Breyta
14:31


Eyða Breyta
14:27
Á leið í læknisskoðun í Lissabon
Sagt er að Manchester United hafi bókað læknisskoðun fyrir Cristiano Ronaldo í Lissabon en hann nálgast sögulega endurkomu á Old Trafford. Talað er um að hann muni fá tveggja ára samning frá United.

Eyða Breyta
14:24
Símtal frá Sir Alex lykill að ákvörðun Ronaldo?
Manchester United hefur boðið Cristiano Ronaldo samning og er það samkvæmt heimildum Samuel Lockhurst hjá Manchester Evening News eftir að Ronaldo ræddi við Sir Alex Ferguson um mögulega endurkomu til Manchester í morgun.

Lestu nánar um málið



Eyða Breyta
Athugasemdir
banner