Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 27. ágúst 2021 14:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Símtal frá Sir Alex lykill að ákvörðun Ronaldo?
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur boðið Cristiano Ronaldo samning og er það samkvæmt heimildum Samuel Lockhurst hjá Manchester Evening News eftir að Ronaldo ræddi við Sir Alex Ferguson um mögulega endurkomu til Manchester í morgun.

Ronaldo vill fara frá Juventus og bendir allt til þess að hann spili annars staðar en á Ítalíu í vetur.

Ferguson á að hafa haft samband við Ronaldo í morgun þegar allt bendi til þess að Ronaldo færi til Manchester City. Í kjölfarið hefur málið svo þróast þannig að City hefur ekki lengur áhuga á Ronaldo.

Ronaldo vann úrvalsdeildina þrisvar sem leikmaður United undir stjórn Ferguson. Þá vann hann einnig Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða, enska bikarinn og enska deildabikarinn.

Ferguson og Ronaldo hafa haldið tengslum frá því Ronaldo fór frá United árið 2009.



Athugasemdir
banner
banner
banner