Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. nóvember 2019 12:13
Elvar Geir Magnússon
Arnar Grétars rekinn í Belgíu (Staðfest)
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Getty Images
Belgíska félagið Roeselare tilkynnti í morgun að það hafi ákveðið að rifta samningi þjálfarans Arnars Grétarssonar.

Liðinu hefur vegnað illa og er í botnbaráttu belgísku B-deildarinnar.

Í færslu á Facebook þakkar Arnar félaginu fyrir tækifærið og segist hafa notið hverrar mínútu þó þetta hafi ekki alltaf verið auðveldir tímar.

„Ég tel að næsti þjálfari sem komi inn fái góðan hóp í hendurnar sem er í miklu betra standi en þegar ég kom hingað í júlí. Ég hef trú á því að liðið geti gert góða hluti og óska nýjum þjálfara alls hins besta," segir Arnar.

Arnar er fyrrum landsliðsmaður Íslands og er fyrrum þjálfari Breiðabliks. Þá hefur hann starfað sem yfirmaður íþróttamála hjá AEK Aþenu og Club Brugge.

Tveir íslenskir þjálfarar hófu tímabilið í belgísku B-deildinni en báðir hafa misst starf sitt. Stefán Gíslason var rekinn frá Lommel.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner