Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 28. júní 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmaður Brighton útskýrir af hverju hann neitaði Liverpool
Mynd: Getty Images
Evan Ferguson er sautján ára gamall Íri sem gekk í raðir Brighton frá uppeldisfélagi sínu Bohemians á síðasta ári. Hann kom við sögu í fjórum leikjum með Brighton á síðasta tímabili.

Liverpool hafði áhuga á því að fá Ferguson í sínar raðir áður en hann samdi við Brighton í janúar í fyrra. Síðasta vetur skoraði hann átta mörk í sautján leikjum í U23 ára deildinni á Englandi.

The Athletic ræddi við Ferguson og hann segir frá því að hann hafi ákveðið að neita Liverpool þar sem hann sá mun minni líkur á tækifærum með aðalliðinu þar en hjá Brighton.

„Ég fór nokkrum sinnum til Liverpool. Það er gott félag en þú sérð svo marga stráka hverfa í unglingaliðunum og það eru engar líkur á því að komast í aðalliðið. Ég hugsaði með mér hvort ég vildi bara spila með U18 í tvö ár, fara svo í U23 en hvert svo?"

„Brighton er gott félag og fólkið í kringum það er alltaf til staðar til að hjálpa,"
sagði Ferguson.

Hann kom við sögu í einum leik í úrvalsdeildinni, einum leik í deildabikarnum og tveimur leikjum í enska bikarnum í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner