Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 29. ágúst 2021 18:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir leikmenn teknir úr landsliðshópnum
Icelandair
Frá blaðamannafundi landsliðsins í síðustu viku.
Frá blaðamannafundi landsliðsins í síðustu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það kom fram í kvöldfréttum Stöð 2 að tveimur landsliðsmönnum hefði verið vísað úr landsliðshópnum fyrir komandi landsleiki vegna ofbeldismála af hálfu landsliðsmanna sem hafa verið mikið í umræðu síðustu daga.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöð 2 og þar var vísað í Gísla Gíslason, varaformann KSÍ.

„Ég náði tali af Gísla Gíslasyni, varaformanni KSÍ, og hann segir að það verði tvær breytingar á landsliðinu. Það er landsleikur á fimmtudaginn og vegna málsins munu tveir leikmenn ekki leika á fimmtudag," sagði Elísabet Inga Sigurðardóttir í kvöldfréttum.

Ekki kemur fram hvaða tveir leikmenn þetta eru en það mun koma í ljós á næstunni.

Framundan eru þrír landsleikir á Laugardalsvelli; gegn Norður-Makedóníu, Rúmeníu og Þýskalandi.

Hægt er að sjá landsliðshópinn - sem var valinn í síðustu viku - hérna.

Uppfært 19:08: Fram kemur á RÚV að annar leikmaðurinn hafi verið tekinn úr hóp að eigin beiðni.
Athugasemdir
banner
banner