Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   mið 25. ágúst 2021 13:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Landsliðshópur Íslands: Andri Lucas Guðjohnsen í hóp
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Getty Images
Aron Einar Gunnarsson er ekki með.
Aron Einar Gunnarsson er ekki með.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Ingi Bjarnason.
Brynjar Ingi Bjarnason.
Mynd: Getty Images
Núna rétt í þessu var landsliðshópur Íslands fyrir heimaleiki gegn Norður-Makedóníu, Rúmeníu og Þýskalandi í september tilkynntur.

Gylfi Þór Sigurðsson er ekki með en hans mál er í rannsókn eftir að hann var handtekinn í júlí grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann hefur ekkert verið með félagsliði sínu Everton á tímabilinu.

Alfreð Finnbogason er með skaddað liðband í ökkla og er ekki með og þá eru varnarmennirnir Hörður Björgvin Magnússon og Sverrir Ingi Ingason ekki komnir af stað eftir sín meiðsli.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson greindist með Covid-19 og er ekki í hóp.

Ragnar Sigurðsson, leikmaður Fylkis, er ekki valinn. Brynjar Ingi Bjarnason og Guðmundur Þórarinsson, sem stóðu sig vel í síðasta verkefni, eru í hópnum.

Andri Lucas Guðjohnsen, leikmaður varaliðs Real Madrid er í hóp. Andri hefur aldrei spilað aðalliðsleik á ferlinum. Hann er sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Viðar Örn Kjartansson, sem er tiltölulega nýkominn aftur úr meiðslum, er ekki í hóp og ekki heldur Jón Daði Böðvarsson.

Markverðir:
Hannes Þór Halldórsson - Valur - 76 leikir
Patrik Sigurður Gunnarsson - Brentford
Rúnar Alex Rúnarsson - Arsenal - 10 leikir

Varnarmenn:
Brynjar Ingi Bjarnason - Lecce - 3 leikir, 1 mark
Jón Guðni Fjóluson - Hammarby - 17 leikir, 1 mark
Hjörtur Hermannsson - Pisa - 22 leikir, 1 mark
Kári Árnason - Víkingur R. - 89 leikir, 6 mörk
Ari Freyr Skúlason - IFK Norrköping - 79 leikir
Guðmundur Þórarinsson - New York City FC - 7 leikir
Birkir Már Sævarsson - Valur - 98 leikir, 3 mörk
Alfons Sampsted - Bodö Glimt - 5 leikir

Miðjumenn:
Andri Fannar Baldursson - FCK - 4 leikir
Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 1 leikur
Ísak Bergmann Jóhannesson - IFK Norrköping - 4 leikir
Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 98 leikir, 14 mörk
Arnór Sigurðsson - Venezia - 14 leikir, 1 mark
Rúnar Már Sigurjónsson - CFR Cluj - 32 leikir, 2 mörk
Guðlaugur Victor Pálsson - Schalke - 26 leikir, 1 mark
Albert Guðmundsson - AZ Alkmaar - 22 leikir, 4 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson - AGF - 9 leikir, 1 mark
Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 79 leikir, 8 mörk
Mikael Neville Anderson - FC Midtjylland - 9 leikir
Mikael Egill Ellertsson - Spal

Sóknarmenn:
Kolbeinn Sigþórsson - IFK Göteborg - 64 leikir, 26 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen - Real Madrid
Athugasemdir
banner
banner
banner