Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 29. nóvember 2021 11:34
Elvar Geir Magnússon
Man Utd opinberar ráðningu á Rangnick (Staðfest)
Ralf Rangnick.
Ralf Rangnick.
Mynd: EPA
Þjóðverjinn Ralf Rangnick er nýr stjóri Manchester United út tímabilið en félagið hefur staðfest þetta. Þegar tímabilinu lýkur mun hann svo starfa í ráðgjafahlutverki hjá United á tveggja ára samningi.

John Murtough, yfirmaður fótboltamála hjá United, segir að Rangnick hafi verið efstur á blaði hjá félaginu í stöðu bráðabirgðastjóra út þetta tímabil.

„Ég er sptenntur fyrir því að koma til Manhester United og er einbeittur að því að gera þetta að árangursríki tímabili fyrir félagið. Leikmannahópurinn er fullur af hæfileikum og það er gott jafnvægi milli ungra leikmanna og reynslumeiri," segir Rangnick.

„Ég mun vinna að því að hjálpa leikmönnum að ná fram því besta, bæði sem einstaklingar og það sem er mikilvægast: Sem lið. Eftir það hlakka ég til að styðja langtímamarkmið félagsins í hlutverki ráðgjafa."

Rangnick, sem er 63 ára, hefur ekki fengið atvinnuleyfi í Bretlandi en Michael Carrick heldur áfram utan um þjálfun liðsins þar til leyfið verður staðfest. Hann fékk sig lausan frá Lokomotiv Moskvu þar sem hann var ráðinn í sumar í starf yfirmanns fótboltamála.

Sjá einnig:
Hver er Ralf Rangnick?


Athugasemdir
banner
banner
banner