banner
   fös 29. desember 2017 15:32
Elvar Geir Magnússon
Andre Bjerregaard gerir tveggja ára samning við KR (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Daninn Andre Bjerregaard sem lék með KR síðasta sumar hefur samið við félagið til tveggja ára, út árið 2019. Þetta kemur fram á heimasíðu KR.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, greindi frá því fljótlega eftir að hann tók við liðinu að hann vildi halda Bjerregaard í sínum röðum og hefur honum nú orðið að ósk sinni.

Bjerregaard er 26 ára sóknarmaður sem kom til KR frá Horsens í Danmörku á miðju tímabili síðasta sumar.

Hann fann sig mjög vel í liði KR og skoraði fjögur mörk í tíu leikjum í Pepsi-deildinni en KR hafnaði í fjórða sæti.

Hann missti af síðustu leikjum sumarsins eftir að hafa fótbrotnað eftir tæklingu Aleksandar Trninic.

Komnir og farnir hjá KR:

Komnir:
Björgvin Stefánsson frá Haukum
Kristinn Jónsson frá Breiðabliki
Pablo Punyed frá ÍBV

Farnir:
Michael Præst
Robert Sandnes
Stefán Logi Magnússon
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner