fös 29. desember 2017 17:13
Elvar Geir Magnússon
Erik ten Hag nýr stjóri Ajax (Staðfest)
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: Getty Images
Ajax hefur ráðið Erik ten Hag sem nýjan þjálfara.

Þjálfarateymi hollenska félagsins var hreinsað út í síðustu viku en Marcel Keizer og aðstoðarmenn hans, Dennis Bergkamp og Hennie Spijkerman, voru látnir taka pokana sína eftir tap gegn Twente.

Ajax er í öðru sæti hollensku deildarinnar.

Ten Hag þjálfaði FC Utrecht en hann hefur nú skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við Ajax.

Ten Hag lék sem miðvörður á leikmannaferlinum en hann er fyrrum aðstoðarþjálfari FC Twente og PSV Eindhoven.

Athugasemdir
banner
banner
banner