Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 30. ágúst 2021 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið vikunnar í enska - De Gea í markinu
Man City vann 5-0 sigur á Arsenal.
Man City vann 5-0 sigur á Arsenal.
Mynd: EPA
Þriðja umferð enska úrvalsdeildin var í heild sinni spiluð um helgina og kláraðist í gær með þremur leikjum.

Tottenham er eina liðið sem er með fullt hús stiga en á botninum eru erkifjendur þeirra í Arsenal án stiga. Arsenal tapaði 5-0 gegn Manchester City á laugardag, en Tottenham vann svo 1-0 sigur á Watford í gær.

Manchester United lagði Úlfana einnig í gær, og Burnley gerði jafntefli við Leeds.

Brentford er enn taplaust eftir jafntefli við Aston Villa, Newcastle gerði jafntefli við Southampton og West Ham og Crystal Palace skildu jöfn. Everton lagði Brighton, Leicester gekk frá Norwich og í stórleik helgarinnar var jafntefli niðurstðan er Chelsea fór í heimsókn til Liverpool.

Garth Crooks, sérfræðingur BBC, er búinn að velja úrvalslið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner