Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fim 03. maí 2018 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá fyrirliða og þjálfara í 2. deild: 2. sæti
Afturelding
Aftureldingu er spáð upp um deild.
Aftureldingu er spáð upp um deild.
Mynd: Raggi Óla
Arnar stýrir Aftureldingu.
Arnar stýrir Aftureldingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Freyr hefur verið að raða inn mörkum á undirbúningstímabilinu.
Andri Freyr hefur verið að raða inn mörkum á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Wentzel er fyrirliði.
Wentzel er fyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Raggi Óla
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2. Afturelding, 196 stig
3. Vestri, 187 stig
4. Völsungur, 160 stig
5. Leiknir F., 145 stig
6. Kári, 142 stig
7. Þróttur V., 141 stig
8. Huginn, 122 stig
9. Víðir, 103 stig
10. Fjarðabyggð, 86 stig
11. Höttur, 40 stig
12. Tindastóll, 36 stig

2. Afturelding
Lokastaða í fyrra: 4. sæti í 2. deild
Í spá Fótbolta.net fyrir mótið í fyrra var Aftureldingu spáð efsta sæti og upp í Inkasso-deildina. Liðinu er aftur spáð upp, nú í öðru sæti. Spurningin er hvort Mosfellingar nái núna að standast væntingarnar? Þetta er níunda sumarið í röð þar sem Afturelding er í 2. deild.

Þjálfarinn: Arnar Hallsson tók við Aftureldingu af Úlfi Arnari Jökulssyni eftir síðasta tímabil. Arnar, sem á sínum leikmannsferli lék með Víkingi R. og ÍR, hefur undanfarin þrjú ár starfað sem þjálfari 4. og 3. flokks hjá HK. Þar á undan starfaði Arnar sem yfirþjálfari yngri flokka hjá Víkingi R. og þjálfaði þar meðal annars 2. flokk félagsins. Einnig var Arnar til aðstoðar Guðlaugi Baldurssyni við stjórnvölinn hjá meistaraflokki ÍR í tvö ár.

Styrkleikar: Að skora mörk var ekki vandamál fyrir Aftureldingu í fyrra og liðið hefur verið duglegt í markaskorun á undirbúningstímabilinu. Andri Freyr Jónasson, sem skoraði aðeins þrjú mörk í fyrra, virðist hafa stígið stórt skref fram á við fyrir framan markið. Elvar Ingi Vignisson og Alexander Aron eru líka komnir, þeir ættu að geta skorað einhver mörk. Gengi liðsins á undirbúningstímabilinu hefur verið gott og komst liðið í úrslitaleik B-deildar Lengjubikarsins. Stemningin er alltaf góð í Mosfellsbæ og stuðningurinn á bak við liðið kemur til með að vera mikill. Það var vel mætt á bikarleikinn við KR í vikunni.

Veikleikar: Liðið hefur misst nokkra sterka pósta í deildirnar fyrir ofan. Það verður fróðlegt að sjá hvort skarð þeirra hefur verið fyllt eins best er á kosið. Það vantaði stöðugleika í fyrra, liðið tapaði fyrir Vestra, KV og Fjarðabyggð tvisvar, liðum í neðri hlutanum. Ef liðið ætlar sér upp, þá þarf það að fá eitthvað út úr þessum leikjum. Fyrsti leikur liðsins í fyrra endaði með 5-1 tapi gegn Völsungi. Liðið byrja aftur gegn Völsungi núna og það væri gott að byrja betur í þetta skiptið.

Lykilmenn: Andri Freyr Jónasson, Loic Ondo og Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban.

Arnar Hallsson, þjálfari Aftureldingar:
„Nei spáin kemur ekki á óvart. Við í liðinu og þeir sem að því standa höfum óbilandi trú á hópnum og það er jákvætt að aðrir hafi trú á okkur líka. Við höfum nýtt undirbúningstímabilið vel og leikmennirnir lagt á sig gríðarlega mikla vinnu innan sem utan vallar. Umgjörð meistarflokksráðsins um meistaraflokkinn er eins og best verður á kosið í þessari deild. Við í Aftureldingu ætlum okkur að uppskera í samræmi við þá vinnu sem í starfið hefur verið lagt."

„Það eru 22 leikir í mótinu og leikmennirnir eru fyllilega færir um að vinna þá alla. Markmiðið í byrjun móts er að vinna alla leiki. Við byrjum gegn mjög sterku og skemmtilegu liði Völsungs á Húsavík, gerum okkar besta þar og okkar besta þar dugar að öllum líkindum til sigurs . Þá snúum við okkur að næsta leik og gerum okkar besta þar."

Er von á frekari liðsstyrk?

„Já án nokkurs vafa. Við ætlum að leggja hrikalega hart að okkur á æfingum og í leikjum á tímabilinu. Taka framförum sem einstaklingar og bæta okkur sem lið. Styrkja liðið með framförum og vexti leikmanna okkar."

Komnir:
Alexander Aron Davorsson frá Þrótti V.
Andri Már Hermannsson frá Gróttu
Andri Þór Grétarsson á láni frá HK
Bjarki Ragnar Sturlaugsson á láni frá Fylki
Elvar Ingi Vignisson á láni frá Selfossi
Hafliði Sigurðarson á láni frá Fylki
Hlynur Magnússon á láni frá Fylki
Jose Dominguez frá Spáni
Jökull Jörvar Þórhallsson frá Víkingi R.
Loic Ondo frá Gróttu
Ólafur Frímann Kristjánsson frá KV
Ómar Atli Sigurðsson frá HK
Sigurður Kristján Friðriksson frá Hvíta Riddaranum
Sæmundur Sven Alexandersson frá Víkingi R.
Tryggvi Magnússon frá Fjölni

Farnir:
Ágúst Leó Björnsson í ÍBV
Arnar Steinn Hansson í Hauka
Arnór Breki Ásþórsson í Fjölni
Aron Ingi Kevinsson í Úlfanna
Baldur Búi Heimisson í Víði
Bjarki Steinn Bjarkason í ÍA
Dagur Austmann Hilmarsson í ÍBV
Einar Marteinsson í Hvíta Riddarann
Fernando Garcia Castellanos til Spánar
Gregory Thomas Conrad til Þýskalands
Halldór Jón Sigurður Þórðarson í Víking R.
Haukur Lárusson hættur
Jökull Steinn Ólafsson í Einherja
Magnús Már Einarsson í Hvíta Riddarann
Sigurður Hrannar Björnsson
Sigursteinn Sævar Hermannsson í Álafoss

Fyrstu leikir Aftureldingar:
5. maí Völsungur - Afturelding (Húsavíkurvöllur)
12. maí Tindastóll - Afturelding (Sauðárkróksvöllur)
18. maí Afturelding - Víðir (Varmárvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner