Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fim 26. apríl 2018 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá fyrirliða og þjálfara í 2. deild: 9. sæti
Víðir
Róbert Örn Ólafsson.
Róbert Örn Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Guðjón Árni er þjálfari Víðis.
Guðjón Árni er þjálfari Víðis.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Tonci er kominn í Víði. Hann verður lykilmaður í sumar.
Tonci er kominn í Víði. Hann verður lykilmaður í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9. Víðir, 103 stig
10. Fjarðabyggð, 86 stig
11. Höttur, 40 stig
12. Tindastóll, 36 stig

9. Víðir
Lokastaða í fyrra: 3. sæti í 2. deild
Víðismenn voru nýliðar í 2. deildinni í fyrra og voru hársbreidd frá því að komast upp í Inkasso-deildina. Liðið hins vegar tapaði þremur af síðustu fjórum leikjum sínum og það var dýrkeypt.

Þjálfarinn: Guðjón Árni Antoníusson var ráðinn þjálfari Víðis á miðju síðasta tímabili eftir að Bryngeir Torfason var rekinn. Þegar Guðjón tók við voru Víðismenn í fimmta sæti en hann kom þeim upp í þriðja sæti. Guðjón Árni er fæddur og uppalinn í Garðinum en hann hóf meistaraflokksferil með Víði árið 2000. Guðjón átti farsælan feril sem leikmaður þar sem hann spilaði lengi með Keflavík og FH. Þetta er fyrsta þjálfarastarf hans í meistaraflokki.

Styrkleikar: Liðið hefur bætt við sig nokkrum góðum leikmönnum, lánsmenn hafa komið úr Keflavík og Njarðvík og þá er varnarmaðurinn Tonci Radonikovic kominn. Sá spilaði 42 leiki í Pepsi-deildinni með Fylki 2015 og 2016. Liðið skoraði mikið í fyrra og hefur alla burði til þess að halda því áfram. Guðjón Árni hefur haft góð áhrif á liðið og er efnilegur þjálfari.

Veikleikar: Liðið skoraði kannski mikið í fyrra en varnarleikurinn var oft á tíðum slakur, vonandi fyrir hönd Víðismanna batnar hann núna. Mikil leikmannavelta hefur verið í Garðinum í vetur og stundum veit það ekki á gott. Víðir missti Helga Þór Jónsson í Njarðvík. Hann spilaði bara hálft tímabil í fyrra vegna þess að hann var í skóla í Bandaríkjunum en hann var frábær í þeim leikjum sem hann spilaði, skoraði níu mörk í 14 leikjum.

Lykilmenn: Tonci Radonikovic, Patrik Snær Atlason og Róbert Örn Ólafsson.

Guðjón Árni Antoníusson:
Kemur þessi spá þér á óvart? „Bæði og. Miðað við deildina í fyrra virðist hún vera mjög jöfn. Allir virðast geta unnið alla. Mér sýnist hún ef eitthvað er vera sterkari en í fyrra. Markmiðin eru að sjálfsögðu bæta og þroska unga óreynda leikmenn okkar með því að ná í úrslit sem gefa okkur færi á að berjast við bestu liðin."

Eru fleiri leikmenn á leiðinni í Garðinn?

„Alltaf opið fyrir góða menn, Annars er hópurinn þéttur og góður."

Komnir:
Ari Steinn Guðmundsson frá Keflavík (á láni)
Ási Þórhallsson frá Keflavík
Andri Gíslason frá ÍH
Brynjar Atli Bragason frá Njarðvík (á láni)
Brynjar Bergmann Björnsson frá Keflavík
Dejan Stamenkovic frá Serbíu
Eiður Snær Unnarsson frá Keflavík
Einar Þór Kjartansson frá Reyni S.
Emil Gluhalic frá Reyni S.
Erik Oliversson frá Keflavík
Fannar Orri Sævarsson frá Keflavík (á láni)
Nathan Ward frá GG
Sigurður Þór Hallgrímsson frá GG
Tonci Radonikovic frá Króatíu

Farnir:
Aleksandar Stojkovic í Fjarðabyggð
Breki Einarsson í Þrótt R. (var á láni)
Daníel Bergmann Róbertsson í Reyni S.
Eðvarð Atli Bjarnason í Þrótt V.
Einar Daníelsson í Ísbjörninn
Guðmundur Marinó Jónsson í Reyni S.
Helgi Þór Jónsson í Njarðvík
Magnús Þórir Matthíasson í Reyni S.
Ólafur Jón Jónsson í Reyni S.
Piotr Bujak í Þrótt V. (var á láni)
Sigurður Hallgrímsson í GG
Tómas Jónsson í GG
Unnar Már Unnarsson í Njarðvík
Þröstur I. Smárason í Njarðvík (var á láni)

Fyrstu leikir Víðis:
5. maí Höttur - Víðir (Fellavöllur)
12. maí Víðir - Völsungur (Nesfisk-völlurinn)
18. maí Afturelding - Víðir (Varmárvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner