Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 26. september 2014 12:00
Magnús Már Einarsson
Viðar Örn spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Balotelli skorar sigurmark í grannaslagnum samvkæmt spá Viðars.
Balotelli skorar sigurmark í grannaslagnum samvkæmt spá Viðars.
Mynd: Getty Images
Aaron Ramsey verður hetja Arsenal ef spá Viðars rætist.
Aaron Ramsey verður hetja Arsenal ef spá Viðars rætist.
Mynd: JóiLeeds
Ólafur Karl Finsen fékk fjóra rétta þegar hann spáði í leiki helgarinnar á Englandi fyrir viku.

Viðar Örn Kjartansson, markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar, spáir í leikina að þessu sinni.



Liverpool 2 - 1 Everton (11:45 á morgun)
Verður hörkuleikur en bæði lið hafa ekki byrjað eins vel og þau vildu. Sterling kemur Liverpool yfir og Naismith jafnar með miklu baráttumarki í seinni hálfleik. Balotelli klárar þetta í restina og stimplar sig almennilega í rauðu treyjuna

Chelsea 3 - 0 Aston Villa (14:00 á morgun)
Chelsea eru einfaldlega of sterkir þessa dagana. Costa, Fabregas og Schürrle sjá um mörkin.

Crystal Palace 1 - 1 Leicester (14:00 á morgun)
Crystal Palace eru sterkir heima en Leicester eru búnir að koma á óvart. Verður mjög bragðdaufur leikur sem endar á jafntefli. Nugent skorar úr víti fyrir Leicester og Fraizer Campbell jafnar síðan metin.

Hull 1 - 3 Manchester City (14:00 á morgun)
Hull eru seigir en ekki alveg nógu seigir fyrir Man City. City vélin skorar alltaf fullt af mörkum og það breytist ekkert. Dzeko skorar þrjú um helgina á meðan Jelavic heldur áfram að skila sínu og minnkar muninn

Manchester United 5 - 2 West Ham (14:00 á morgun)
Það verður gaman að horfa á Man Utd í vetur. Enda með frábæra sókn og hrikalega vörn. Bjóða uppá veislu um helgina á Old Trafford. Falcao 2 , RVP 2 og Herrera skora fyrir Man utd og Van Gaal andar léttar .

Southampton 1- 0 QPR (14:00 á morgun)
Southampton komið hvað mest á óvart og vinna iðnaðarsigur á QPR.

Sunderland 1 - 3 Swansea (14:00 á morgun)
Swansea er með mjög skemmtilegt lið á meðan Sunderland hafa ekki byrjað vel. Giska á að þetta verði auðvelt fyrir Swansea. Gylfi með eitt mark og tvö assist í þessum leik.

Arsenal 2 - 1 Tottenham (16:30 á morgun)
Mjög skemmtilegir leikir alltaf og mikið um mörk. En Wenger og hans menn þurfa að girða sig í varnarleiknum ef ekki á að fara illa á móti Spurs. Verður 1-1 þangað til Aaron Ramsey skorar í uppbótartíma með skoti fyrir utan teig. Adebayor skorar augljóslega fyrir Spurs og klúðrar einnig víti í leiknum

WBA 2 -1 Burnley (15:00 á morgun)
Veit ekki hvort Burnley hafi gæðin í deild þeirra bestu. En verða óheppnir á móti WBA sem klára leikinn í uppbótartíma og það verður Lescott sem skorar

Stoke 2 - 1 Newcastle (19:00 á mánudag)
Stoke eru mjög góðir þessa dagana meðan ekki mikið gengur upp hjá Newcastle. Crouch sér til þess að Pardew verði atvinnulaus eftir leiki helgarinnar.

Fyrri spámenn:
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Ólafur Karl Finsen (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Athugasemdir
banner
banner