Líkt og undanfarin tímabil mun Fótbolti.net fá valinkunna einstaklinga til að tippa á leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.
Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason var hlutskarpastur af þeim sem spreyttu sig í fyrra og hann ríður því á vaðið á þessu tímabili.
Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason var hlutskarpastur af þeim sem spreyttu sig í fyrra og hann ríður því á vaðið á þessu tímabili.
,,Stundum er best að hætta á toppnum en ég læt slag standa," sagði Egill við Fótbolta.net áður en hann skilaði spánni af sér.
Manchester United 3 - 0 Swansea (11:45 á morgun)
Ég held að Manchester United byrji með látum hjá nýjum stjóra.
Leicester 1 - 2 Everton (14:00 á morgun)
Everton eru alltaf seigir.
QPR 1 - 1 Hull (14:00 á morgun)
Þetta eru lið sem verða bæði tvö fyrir neðan miðju á þessu tímabili.
Stoke 1 - 0 Aston Vila (14:00 á morgun)
Þetta verður baráttuleikur en Stoke vinnur 1-0.
WBA 2 -1 Sunderland (14:00 á morgun)
Heimavöllurinn tryggir West Bromwich Alibion sigurinn.
West Ham 1 - 1 Tottenham (14:00 á morgun)
Ég hef einu sinni komið á leikvanginn hjá West Ham og hef ákveðnar taugar til þeirra. Ég held samt að þetta endi með jafntefli, það verða engin stórkostleg tilþrif í fyrstu umferð
Arsenal 2 - 0 Crystal Palace (16:30 á morgun)
Arsenal menn mæta grimmir í mótið og taka þetta 2-0.
Liverpool 3 - 1 Southampton (12:30 á sunnudag)
Ég er svo veikur fyrir Liverpool að ég vona að þeir taki þennan leik nokkuð örugglega.
Newcastle 1 - 1 Manchester City (15:00 á sunnudag)
Manchester City vann deildina í fyrra en þeir lenda í vandræðum þarna.
Burnley 0 - 2 Chelsea (19:00 á mánudag)
Chelsea tekur þetta nokkuð örugglega.
Athugasemdir