Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
banner
   fös 22. ágúst 2014 16:30
Magnús Már Einarsson
Baldur Sigurðsson spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Baldur Sigurðsson varð bikarmeistari um síðustu helgi.
Baldur Sigurðsson varð bikarmeistari um síðustu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Baldur er á Sterling vagninum.
Baldur er á Sterling vagninum.
Mynd: Getty Images
Egill Helgason reið á vaðið sem spámaður í enska boltanum um síðustu helgi en hann fékk þrjá rétta.

Baldur Sigurðsson tippar á leiki helgarinnar að þessu sinni en hann er fyrirliði KR sem varð bikarmeistari um síðustu helgi.



Aston Villa 1 - 0 Newcastle (12:45 á morgun)
Ég tippa á heimasigur hjá Aston Villa. Hollendingurinn Vlaar bindur vörnina saman og Newcastle nær ekki að skora.

Chelsea 4 -0 Leicester (14:00 á morgun)
Diego Costa skorar þrjú eftir stoðsendingar frá Fabregas. Fabregas skorar líka eitt úr víti.

Crystal Palce 1 - 0 West Ham (14:00 á morgun)
Þetta fer 1-0 fyrir Crystal Palace. Ég segi það fyrir Kjartan vin minn á Húsavík sem er harður stuðningsmaður Palace.

Southampton 2 - 1 WBA (14:00 á morgun)
Southampton voru góðir á móti Liverpool. Þeir eru búnir að þjappa sér gríðarlega vel saman eftir mannflótann og vinna.

Swansea 3 - 0 Burnley (14:00 á morgun)
Gylfi verður í aðalhlutverki með eitt mark og tvær stoðsendingar.

Everton 1 - 1 Arsenal (16:30 á morgun)
Arsenal er að einbeita sér að leikjunum á móti Besiktas í Meistaradeildinni.

Hull 2 - 0 Stoke (12:30 á sunnudag)
Hull verður spútnik lið deildarinnar í ár. Trúið mér.

Tottenham 1 - 0 QPR (12:30 á sunnudag)
Tottenham vinnur aftur 1-0. Mér finnst þeir vera með óheillandi lið í ár.

Sunderland 2 - 3 Man Utd (15:00 á sunnudag)
Síðasti leikur var óhugnalega líkur síðasta tímabili en mínir menn í United taka þetta þó að þeir verði í ströggli.

Manchester City 1 - 2 Liverpool (19:00 á mánudag)
Sterling heldur áfram að slá í gegn og verður aðalmaðurinn. Ég er hrifinn af honum, hann er góður.

Fyrri spámenn:
Egill Helgason (3 réttir)
Athugasemdir
banner
banner