Jón Daði Böðvarsson fékk sjö rétta þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Hann hefur því tekið forystuna í tippkeppninni á þessu tímabili.
Ólafur Karl Finsen, leikmaður Stjörnunnar, sér um að spá í leiki helgarinnar að þessu sinni.
Ólafur Karl Finsen, leikmaður Stjörnunnar, sér um að spá í leiki helgarinnar að þessu sinni.
,,Ég er einmitt að horfa á Chelsea TV núna, að bíða eftir blaðamannafundinum hjá Mourinho fyrir helgina," sagði Ólafur Karl þegar Fótbolti.net heyrði í honum.
QPR 0 - 0 Stoke (11:45 á morgun)
Þetta verður hundleiðinlegt. Það er einhver mynd sem ég fæ þegar ég hugsa um þennan leik.
Aston Villa 3 - 0 Arsenal (14:00 á morgun)
Særðir Arsenal menn eiga ekki séns.
Burnley 1 - 1 Sunderland (14:00 á morgun)
Sunderland heldur áfram í jafnteflunum.
Newcastle 1 - 0 Hull (14:00 á morgun)
Alan Pardew bjargar sér fyrir horn með sigri en verður svo rekinn eftir næsta leik.
Swansea 2 - 0 Southampton (14:00 á morgun)
Þetta er basic. Gylfi leggur upp og skorar.
West Ham 1 - 0 Liverpool (16:30 á morgun)
Daniel Sturridge er meiddur og Liverpool tapar.
Leicester 1 - 2 Manchester United (13:30 á sunnudag)
Manchester United lenda í veseni. Þeir lenda 1-0 undir og redda sér síðan.
Tottenham 0 - 5 WBA (13:30 á sunnudag)
Ég þoli ekki Tottenham.
Everton 3 - 0 Crystal Palace (15:00 á sunnudag)
Roberto Martinez setur leikinn vel upp. Hann er alveg með þetta held ég.
Manchester City 1 - 2 Chelsea (15:00 á sunnudag)
Ég held með Chelsea og þó að mig gruni að þetta fari jafntefli þá verð ég að spá þeim sigri eins og í fyrra. Eden Hazard kemst á blað á þessu tímabili með tveimur mörkum.
Fyrri spámenn:
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Athugasemdir