Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   fös 12. september 2014 12:00
Magnús Már Einarsson
Jón Daði spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rooney skorar sigurmark Manchester United samkvæmt spá Jóns Daða.
Rooney skorar sigurmark Manchester United samkvæmt spá Jóns Daða.
Mynd: Getty Images
Hlynur Bæringsson var með þrjá rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni.

Jón Daði Böðvarsson skoraði fyrsta mark Íslands í 3-0 sigrinum á Tyrkjum í vikunni.

Jón Daði spáir í leiki helgarinnar að þessu sinni en hann er stuðningsmaður Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.



Arsenal 1 - 1 Manchester City (11:45 á morgun)
Þetta verður hörkuleikur hjá þessum stórliðum. Danny Welbeck verður fullur sjálfstrauts eftir landsleikjahléið og hann skorar fyrir Arsenal.

Chelsea 2 - 1 Swansea (14:00 á morgun)
Chelsea vinnur en Gylfi á eftir að eiga góðan leik.

Crystal Palace 2 - 0 Burnley (14:00 á morgun)
Crystal Palace krækir í sinn fyrsta sigur á tímabilinu.

Southampton 1 - 0 Newcastle (14:00 á morgun)
Það er alltaf pressa á Newcastle en Southampton nær að stríða þeim.

Sunderland 2 - 2 Tottenham (14:00 á morgun)
Þetta verður opinn leikur þar sem sóknarleikurinn verður í fyrirrúmi.

WBA 1 - 2 Everton (14:00 á morgun)
Everton kemst í gang og landar mikilvægum sigri. Lukaku skorar á móti gömlu félögunum.

Stoke 0 - 0 Leicester (14:00 á morgun)
Þetta verður hundleiðinlegur leikur.

Liverpool 2 - 0 Aston Villa (16:30 á morgun)
Liverpool verða öflugir í ár eftir frábært tímabil í fyrra. Þeir vinna þægilegan sigur þar sem Mario Balotelli setur eitt úr víti.

Manchester United 1 - 0 QPR (15:00 á sunnudag)
Þetta verður lélegur leikur hjá United en þeir ná samt að knýja fram sigur. Wayne Rooney skorar markið.

Hull 1 - 1 West Ham (19:00 á mánudag)
Baráttuleikur sem endar með jafntefli.

Fyrri spámenn:
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner