Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 06. júní 2017 16:15
Fótbolti.net
Lið 5. umferðar í Inkasso - Þrír Þróttarar
Hlynur Hauksson var öflugur í sigri Þróttar á Keflavík.
Hlynur Hauksson var öflugur í sigri Þróttar á Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Ingi Jónsson framherji Fylkis er í liðinu.
Hákon Ingi Jónsson framherji Fylkis er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fimmtu umferðinni í Inkasso-deildinni lauk í gær þegar topplið Fylkis sigraði Leikni R. Fylkismenn eiga tvo fulltrúa í úrvalsliði umferðarinnar að þessu sinni en það eru Hákon Ingi Jónsson og Orri Sveinn Stefánsson sem voru báðir á skotskónum í gær.

Arnar Darri Pétursson var frábær í marki Þróttar í 2-0 sigri á Keflavík. Hreinn Ingi Örnólfsson og Hlynur Hauksson áttu flottan leik í vörninni þar. Hreinn skoraði fyrra markið eftir hornspyrnu frá Hlyni.

Þorsteinn Daníel Þorsteinsson var bestur í liði Selfyssinga í sigri á HK og Óskar Jónsson var öflugur á miðjunni hjá ÍR þegar liðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu gegn ÍR.

Ivan Bubalo skoraði bæði mörk Fram í dramatískum 2-1 sigri á Leikni Fáskrúðsfirði en þar var Simon Smidt maður leiksins.

Haukar og Grótta skildu jöfn í Hafnarfirði en þar voru Björgvin Stefánsson og Ingólfur Sigurðsson bestu mennirnir á vellinum.

Sjá einnig:
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner