Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 13. júní 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Lið 6. umferðar í Inkasso: Jafnteflin hvíld
Már Viðarsson skoraði bæði mörk ÍR gegn Gróttu.  Hér fagnar hann öðru þeirra.
Már Viðarsson skoraði bæði mörk ÍR gegn Gróttu. Hér fagnar hann öðru þeirra.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Jónas Björgvin skoraði gegn Fram.
Jónas Björgvin skoraði gegn Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Kristinn Justiniano Snjólfsson framherji Leiknis F.
Kristinn Justiniano Snjólfsson framherji Leiknis F.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjörug umferð er að baki í Inkasso-deildinni og það er komið að því að skora úrvalslið umferðarinnar. Engin jafntefli urðu í umferðinni að þessu sinni og nokkur lið kræktu í mikilvæg þrjú stig.

Þróttarar skelltu sér á toppinn með fimmta sigrinum í röð en þeir Arnar Darri Pétursson og Hlynur Hauksson eru báðir í liði umferðarinnar eftir góða frammistöðu í 1-0 sigrinum á HK.

Leiknir F. krækti í sinn fyrsta sigur þegar liðið skellti Fylki 3-1. Kristinn Justiniano Snjólfsson var potturinn og pannan í sóknarleiknum hjá Fáskrúðsfirðingum í þeim leik og Jesus Suarez var öflugur í vörninni.

Már Viðarsson, miðvörður Ír, var maður leiksins í 2-1 sigri á Gróttu en hann skoraði bæði mörk Breiðhyltinga og þar á meðal sigurmark í lokin. Ísak Óli Ólafsson var frábær í vörninni og Juraj Grizelj var öflugur á kantinum hjá Keflavík í 3-0 sigri liðsins á Haukum.

Jóhann Helgi Hannesson og Jónas Björgvin Sigurbergsson voru báðir á skotskónum í 3-1 útisigri Þórs á Fram.

Aron Fuego Daníelsson var í byrjunarliði Leiknis í fyrsta skipti síðan árið 2013 og hann átti stóran þátt í báðum mörkum liðsins í sigri á Selfyssingum. Þar átti Brynjar Hlöðversson góðan leik á miðjunni.

Sjá einnig:
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner