Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
   fim 20. júlí 2017 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Glódís: Erum ekki með söguna með okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gærdagurinn var ótrúlega rólegur. Við fengum að sofa út og síðan fórum við einhverjar í ræktina og í sund til að losa allt úr okkur og fórum svo í Yoga-slökun sem var mjög gott," sagði Kópavogsmærin, Glódís Perla Viggósdóttir í viðtali fyrir æfingu liðsins í Ermelo í morgun.

„Seinni partinn fengum við síðan nokkuð frjálsan tíma og núna er maður endurnærður og tilbúin í næsta leik."

Ísland mætir Sviss á Tjarnarhæðinni í Doetinchem á laugardaginn. Glódís býst við hörkuleik milli tveggja góðra liða.

„Við erum ekki með söguna með okkur gegn Sviss. Þær spila vel og spila hratt og við verðum að varast því. Við sjáum fullt af möguleikum sem við getum nýtt okkur í þeirra leik."

Íslenska liðið spilaði á Tjarnarhæðinni fyrr á þessu ári þar sem liðið tapaði gegn Hollandi 4-0 í æfingaleik. Glódís segir að nú þurfi að breyta minningunni um völlinn.

„Við þurfum að breyta því. Þetta er flottur völlur með góðri stúku og það verður geggjuð stemning á vellinum. VIð höfum engar áhyggjur af þessu," sagði Glódís sem segist vera mjög stolt af frammistöðu liðsins gegn Frakklandi í fyrsta leiknum þrátt fyrir tap.

„Við verðum að gera betur ef við ætlum að halda okkur inn í þessu móti og ná markmiðum okkar. Við erum búnar að skilja þann leik eftir og núna er næsti leikur sem við verðum að fókusera á. Við verðum að halda boltanum betur þegar við vinnum hann og þurfum að ná að skora."

Glódís segir að leikurinn á laugardaginn sé sannkallaður úrslitaleikur fyrir bæði lið.

„Við verðum eiginlega að gera það. Þetta er leikur sem við verðum að vinna ef við ætlum að vera í þessu móti. Það verður allt gefið í þann leik," sagði varnarmaðurinn, Glódís Perla Viggósdóttir að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner