Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 28. júlí 2017 12:30
Magnús Már Einarsson
Lið 10. umferðar: Ólsarar og Grindvíkingar fjölmennir
Cristian Martinez er í markinu.
Cristian Martinez er í markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Þorsteinsson miðjumaður Grindavíkur.
Gunnar Þorsteinsson miðjumaður Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
10. umferðinni í Pepsi-deildinni lauk í gær þegar KR lagði Fjölni 2-0. Hinir leikirnir í umferðinni voru á dagskrá fyrr í mánuðinum en nú er komið að því að gera umferðina upp.

Víkingur Ólafsvík vann frækinn 2-0 útisigur á FH og Ejub Purisevic er þjálfari umferðarinnar. Cristian Martinez, Kenan Turudija og Guðmundur Steinn Hafsteinsson eru allir í liðinu.

Grindvíkingar lögðu KA 2-1 eftir að hafa lent undir. Marinó Axel Helgason skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik og Andri Rúnar Bjarnason skoraði sigurmarkið. Gunnar Þorsteinsson var einnig öflugur á miðjunni.

KR lagði Fjölni 2-0 í gærkvöldi þar sem Óskar Örn Hauksson og Kennie Chopart voru bestu menn.

Rashid Yussuf var bestur í jafntefli ÍA og Víkings R. og Bjarni Ólafur Eiríksson skoraði jöfnunarmark Vals í jafntefli gegn Stjörnunni. Pablo Punyed var síðan bestur í jafntefli ÍBV og Víkings R.

Sjá einnig:
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner