Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 17. september 2017 13:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danska karlalandsliðið vill að konurnar fái sömu bónusa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og áður hefur komið fram er upplausn í danska kvennalandsliðinu.

Þær eru að berjast fyrir betri kjörum eftir að hafa landað silfri á Evrópumótinu í sumar.

Miklar deilur hafa átt sér stað á milli landsliðsstelpnanna og danska knattspyrnusambandsins síðan Evrópumótinu lauk. Þessar deilur snúast um kaup og kjör og að auki hefur gengið erfiðlega fyrir landsliðskonurnar að fá bónusgreiðslur.

Vonast var til þess að málið yrði leyst í gær, en eftir langar viðræður tókst það ekki. Pernille Harder, landsliðsfyrirliði, segir að það hafi munað gríðarlega litlu, en knattspyrnusambandið hafi verið í tímaþröng og það hafi því slitið viðræðunum.

Nú hefur danska karlalandsliðið stigið inn í, en þeir hafa boðist til þess að gefa hluta af launum sínum til kvennalandsliðsins. Á vef dr.dk kemur fram að upphæðin sem þeir eru bjóða sé 500 þúsund danskar krónur á ári sem muni renna til kvennalandsliðsins.

Þeir kalla líka eftir því að danska knattspyrnusambandið veiti stelpunum sömu kjör og sömu réttindi og þeir veita körlunum.

Nú er bara spurning hvað gerist í framhaldinu, en Danmörk hefur leik í undankeppni HM á þriðjudaginn, gegn Ungverjum. Ef ekkert gerist í samningaviðræðurm þarf knattspyrnusambandið að finna nýja leikmenn fyrir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner