Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 07. apríl 2018 19:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í Football Manager hafa 27,8% náð því sem Mourinho gerði
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Í kvöld tókst Jose Mourinho að gera nokkuð sem mörgum spilurum Football Manager hefur ekki tekist.

Manchester United kom til baka gegn nágrönnum sínum í Manchester City eftir að hafa verið 2-0 undir í hálfleik. United vann leikinn 3-2 en ef City hefði unnið hefðu þeir orðið Englandsmeistarar.

Í tölvuleiknum vinsæla Football Manager fær maður viðurkenningu ef liðið hjá manni kemur til baka eftir að verið undir með tveimur mörkum eða fleiri í hálfleik.

Aðeins 27,8% spilara hafa náð þessu í leiknum en Mourinho gerði þetta í raunveruleikanum nú síðdegis.

Góður dagur á skrifstofunni hjá Mourinho.



Athugasemdir
banner
banner
banner