Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 21. apríl 2016 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Mynd: Emirates leikvangurinn er hálftómur
Mynd: Getty Images
Emirates leikvangurinn er heimavöllur enska stórliðsins Arsenal, sem hefur ekki unnið stóran titil að frátöldum FA bikarnum síðan tímabilið 2003-04.

Arsene Wenger, stjóri félagsins, er í erfiðri stöðu þar sem starf hans virðist stefna í það að vera í hættu í fyrsta skipti á þessari öld.

Stuðningsmannahópar Arsenal hafa mótmælt áframhaldandi setu franska stjórans á bekknum en aldrei hafa mótmælin verið jafn hávær og í ár.

Mótmælin virðast vera að ná hápunkti á heimaleik liðsins gegn West Bromwich Albion. Staðan er 2-0 fyrir Arsenal í hálfleik en Emirates leikvangurinn hálftómur á heimaleik í úrvalsdeildinni.

Þetta eru að líklega skipulögð mótmæli en hér fyrir neðan er hægt að sjá myndir af hálftómum Emirates leikvangi fyrir leik.









Athugasemdir
banner
banner
banner
banner