Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 22. apríl 2016 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Fréttatíminn 
Guðjón Þórðar er orðinn rútubílstjóri
Guðjón Þórðarson og markvörðurinn Kristján Finnbogason.
Guðjón Þórðarson og markvörðurinn Kristján Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Guðjón Þórðarson er ennþá goðsögn hjá ÍA þar sem hann lék sem leikmaður í fjórtán ár á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.

Guðjón Þórðar fór beint í þjálfun eftir feril sinn sem leikmaður og stýrði hann ÍA, KA og KR áður en hann tók við íslenska landsliðinu og síðar Stoke City til þriggja ára.

Eftir dvöl sína hjá Stoke tók Guðjón við Start og Barnsley, áður en hann kom heim til að taka við Keflavík og byrjaði svo að flakka á milli landa. Hann tók við Notts County, ÍA, Crewe Alexandra og svo kom hann endanlega aftur heim árið 2010 til að stýra fyrst BÍ/Bolungarvík og svo Grindavík.

Núna er Gaui Þórðar alfarið hættur þjálfun en er orðinn rútubílstjóri hjá Kynnisferðum, en hann furðar sig á því í viðtali við Fréttatímann hversu erfitt sé fyrir mann á hans aldri að fá vinnu.

„Ég hafði verið atvinnulaus lengi og var boðin vinna sem ég þáði með þökkum. Ég vinn þar sáttur og glaður með góðu fólki," sagði Guðjón.

„Ég er greinilega kominn á síðasta söludag svo það var ekki auðvelt að finna vinnu, en ég er ýmsu vanur og það þarf meira til að brjóta mig."
Athugasemdir
banner
banner
banner