Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   mið 26. nóvember 2014 06:00
Brynjar Ingi Erluson
John Terry: Mögnuð frammistaða
Mynd: Getty Images
John Terry, fyrirliði Chelsea á Englandi, var ánægður með frammistöðu liðsins gegn Schalke í Meistaradeildinni í gær.

Terry komt á blað í 0-5 sigri liðsins á Schalke í gær en liðið er komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar.

,,Þetta var mögnuð frammistaða. Við þurftum að koma okkur áfram í 16-liða úrslitin þar sem það verður mikið af leikjum á næstunni og gefur það því stjóranum tækifæri á hvíla leikmenn gegn Sporting," sagði Terry.

,,Mark snemma gegn Schalke drap eiginlega leik þeirra og þess vegna fór þetta eins og það fór," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner