Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 01. febrúar 2020 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Atalanta bætti fjórum við sig (Staðfest)
Czyborra með U20 landsliði Þýskalands.
Czyborra með U20 landsliði Þýskalands.
Mynd: Getty Images
Sutalo með U19 liði Króatíu.
Sutalo með U19 liði Króatíu.
Mynd: Getty Images
Atalanta er í harðri Meistaradeildarbaráttu í ítölsku deildinni auk þess að vera komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Hópurinn hjá Gian Piero Gasperini er nokkuð þunnur og því hefur félagið verið að bæta við sig leikmönnum í janúar.

Atalanta gekk endanlega frá kaupum á Duvan Zapata fyrr í mánuðinum auk þess að tryggja sér varnarmanninn öfluga Mattia Caldara á lánssamningi.

Á síðustu dögum hefur félagið bætt fjórum leikmönnum við sig til viðbótar, tveir koma á láni og tveir eru keyptir.

Lennart-Marten Czyborra og Bosko Sutalo kosta tæpar 10 milljónir evra samtals. Þeir eru báðir tvítugir, efnilegir varnarmenn.

Czyborra er þýskur vinstri bakvörður sem kemur frá Heracles og á leiki að baki fyrir U20 lið Þjóðverja. Hann tekur stöðu Guilherme Arana í hópnum, en Arana fékk lítið sem ekkert að spila á láni fyrri hluta tímabils.

Sutalo er fjölhæfur varnarmaður frá Króatíu. Hann kemur frá NK Osijek og á leiki að baki fyrir yngri landsliðin.

Hinn 19 ára gamli Raoul Bellanova kemur að láni frá Bordeaux. Hann getur leikið sem hægri bakvörður eða miðjumaður og hefur verið lykilmaður í unglingalandsliðum Ítalíu.

Adrian Tameze er 25 ára og kemur að láni frá Nice. Hann þótti mikið efni og spilaði fyrir yngri landslið Frakka en tók aldrei stökkið í A-landsliðið. Tameze leikur einnig sem varnarmaður.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner