mán 01. júlí 2019 10:43
Fótbolti.net
„Var Tufa eini maðurinn á landinu sem vissi þetta ekki?"
Rene Joensen.
Rene Joensen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tufa neitaði því ítrekað að Rene væri á förum.
Tufa neitaði því ítrekað að Rene væri á förum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyski landsliðsmaðurinn Rene Joensen hefur yfirgefið Grindavík og gengið í raðir meistaraliðsins HB í heimalandinu. Þetta var staðfest í síðustu viku en Joensen hefur lengi verið orðaður við HB.

Rætt var um félagaskiptin í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 en hér má hlusta á umfjöllunina.

„Mér finnst nokkuð fyndið að hann sé núna farinn til Færeyja," sagði Elvar Geir Magnússon en Srdjan Tufegdzic, Tufa, þjálfari Grindavíkur hafnaði því ítrekað við fjölmiðla að eitthvað væri til í fréttum um Rene Joensen og HB.

„Hvaða mál var þetta? Það er langt síðan þetta kom í umræðuna og öllu var hafnað. Svo korteri seinna er hann farinn," sagði Henry Birgir Gunnarsson í þættinum.

„Færeyskir fjölmiðlar voru löngu búnir að segja að þetta væri að fara að gerast, Rene væri að fara í HB. Það er engin The Sun stemning í Færeyjum, þeir bulla ekki upp fréttir til að selja blöð. Eini sem virtist ekki kannast við að neitt væri í gangi væri Tufa, þrátt fyrir að maður hafi fengið fullt af ábendingum um þetta," sagði Elvar.

„Tufa neitaði þessu aftur og aftur. Ég veit ekki hvort hann hafi verið eini maðurinn á landinu sem hafi ekki vitað þetta eða hvort hann hafi logið ítrekað. Ef hann var að ljúga þá skil ég ekki tilganginn í því, til hvers að láta alla halda að Rene Joensen yrði hjá liðinu allt sumarið?"

„Þetta er sambærilegt við Hendrickx málið. Þá var bara sagt að hann væri að fara. Hefði himinn og jörð farist ef þetta hefði bara verið opinberað?" sagði Henry.

Grindavík tekur á móti FH í 11. umferð Pepsi Max-deildarinnar í kvöld. Grindavíkurliðið hefur aðeins fengið á sig 9 mörk í deildinni í sumar en fengu 7 mörk á sig í tapi gegn FH í bikarnum í síðustu viku! FH vann 7-1 í Krikanum.

„Nú fá þeir heimaleik gegn Fimleikafélaginu. Þeir svoleiðis niðurlægðu þá og hefðu getað skorað sjö mörk í fyrri hálfleiknum! Þeir skora fimm mörk í fyrri hálfleik og gengu gjörsamlega frá þessu. Það var magnað að sjá holninguna. Þetta var algjört lykilatriði fyrir FH, þetta verður að ganga upp í bikarnum hjá þeim," sagði Henry.

Smelltu hér til að hlusta á Pepsi Max hringborðið.

mánudagur 1. júlí
19:15 Grindavík-FH (Mustad völlurinn)
19:15 KR-Breiðablik (Meistaravellir)
19:15 Víkingur R.-ÍA (Víkingsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner