Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
banner
   lau 01. nóvember 2025 23:36
Ívan Guðjón Baldursson
Slot: Vorum smá heppnir
Mynd: EPA
Mynd: Liverpool
Arne Slot þjálfari Liverpool var ánægður með langþráðan sigur í ensku úrvalsdeildinni.

Englandsmeistararnir höfðu tapað fjórum deildarleikjum í röð fyrir viðureign kvöldsins á heimavelli gegn Aston Villa.

Liverpool sýndi flotta frammistöðu og skóp tveggja marka sigur til að fleyta sér upp að hlið Bournemouth í öðru sæti úrvalsdeildarinnar. Lærlingar Slot eru þó sjö stigum á eftir toppliði Arsenal.

„Herslumunurinn er svo lítill í hverjum einasta leik hjá okkur. Í dag fengu þeir besta færið sitt eftir fimm mínútur þegar þeir skutu í stöngina en ég er ánægður með varnarleikinn í föstum leikatriðum. Það hjálpar að fá ekki mörk á sig úr föstum leikatriðum," sagði Slot.

„Við vorum líka smá heppnir í kvöld sem er góð tilbreyting því heppnin hefur ekki beint verið með okkur síðustu vikur. Við höfum nánast verið að fá mark á okkur í hvert einasta skipti sem andstæðingurinn kemst í færi svo við vorum heppnir í dag, líka með hvernig boltinn breytti um stefnu í seinna markinu.

„Við sýndum góðan karakter til að vinna þennan leik."


Slot hrósaði einnig Salah í hástert að leikslokum þar sem Egyptinn skoraði sitt 250. mark fyrir Liverpool í sigrinum.

„Það er eiginlega ótrúlegt að hafa skorað 250 mörk fyrir sama félagið. Það er nú þegar nánast ótrúlegt að hafa skorað 250 mörk á ferlinum, hvað þá fyrir sama félag! Þetta er ekki eitthvað sem þú sérð oft í fótbolta nú til dags að einn leikmaður er svona lengi hjá sama félagsliði.

„Mo var frábær í dag og ekki bara útaf því að hann skoraði mark. Við þurftum að notast nokkuð mikið við langa bolta og þá leituðum við mest til hans. Hann gerði vel að vinna boltann og halda honum á meðan restin af liðinu færði sig upp völlinn. Þar að auki stóð hann sig mjög vel varnarlega og var gríðarlega vinnusamur."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 9 7 1 1 16 3 +13 22
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Tottenham 9 5 2 2 17 7 +10 17
4 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
5 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
6 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
7 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
8 Aston Villa 9 4 3 2 9 8 +1 15
9 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
10 Crystal Palace 9 3 4 2 12 9 +3 13
11 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
12 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Burnley 9 3 1 5 12 17 -5 10
17 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
18 Nott. Forest 9 1 2 6 5 17 -12 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 9 0 2 7 7 19 -12 2
Athugasemdir