Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 02. janúar 2020 20:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dejan Kulusevski í Juventus (Staðfest)
Stuðningsmaður Juventus tekur mynd með Kulusevski.
Stuðningsmaður Juventus tekur mynd með Kulusevski.
Mynd: Getty Images
Sænski miðjumaðurinn Dejan Kulusevski er genginn í raðir ítalska meistaraliðsins Juventus frá Atalanta.

Kulusevski er aðeins 19 ára gamall og hefur hann verið í láni hjá Parma á leiktíðinni. Hann hefur staðið sig vel og er með fjögur mörk og sjö stoðsendingar í 17 leikjum með Parma.

Hann mun klára tímabilið í herbúðum Parma.

Kulusevski, sem er sænskur landsliðsmaður, kostar Juventus 35 milljónir evra. Sú upphæð gæti hækkað um 9 milljónir evra út af árangurstengdum greiðslum.

Hann skrifar undir samning við Juventus til 2024.

Félagaskipti Kulusevski gætu mögulega opnað dyr fyrir leikmenn eins og Emre Can og Adrien Rabiot að fara frá Juventus.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner