Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 02. janúar 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Li Tie ráðinn landsliðsþjálfari Kína (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Li Tie, fyrrum miðjumaður Everton, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Kína.

Tie tekur við kínverska liðinu af Marcelo Lippi sem hætti eftir að liðið tapaði gegn Sýrlandi í undankeppni HM í nóvember síðastliðnum.

Hinn 42 ára gamli Tie spilaði í fjögur ár með Everton á sínum tíma en hann lék einnig 92 landsleiki með Kína, meðal annars á HM 2002.

Tie hefur áður verið aðstoðarþjálfari kínverska landsliðsins sem og þjálfari hjá Hebei Fortune og Wuhan Zall.
Athugasemdir
banner