Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 04. janúar 2020 16:05
Ívan Guðjón Baldursson
Bayern fær fyrirliða Schalke frítt næsta sumar (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Margfaldir Þýskalandsmeistarar FC Bayern eru búnir að tryggja sér þjónustu þýska markvarðarins Alexander Nübel. Hann kemur á frjálsri sölu næsta sumar.

Nübel var varamarkvörður Schalke í þrjú ár áður en hann vann sér inn sæti í byrjunarliðinu á síðustu leiktíð. Hann hefur vakið mikla athygli á sér og rennur samningur hans út næsta sumar.

Nübel er 23 ára og á 17 leiki að baki fyrir U21 landslið Þýskalands. Hjá Bayern mun hann berjast við Manuel Neuer um byrjunarliðssæti en Sven Ulreich, Christian Früchtl og Ron-Thorben Hoffmann eru allir á mála hjá félaginu.

Nübel skrifar undir fimm ára samning við FC Bayern sem gildir út júní 2025. Hann var fyrirliði Schalke en bandið hefur verið tekið af honum eftir þessar fregnir.

„Við skoðuðum þetta gaumgæfilega og ákváðum að það væri best fyrir félagið að taka bandið af honum," sagði David Wagner þjálfari Schalke.


Athugasemdir
banner
banner
banner