Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 06. janúar 2020 15:06
Magnús Már Einarsson
Elmar Hjaltalín tekur við Elliða (Staðfest)
Elliði endaði í 2. sæti í 3. deildinni síðastliðið sumar.
Elliði endaði í 2. sæti í 3. deildinni síðastliðið sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Elmar Hjaltalín hefur verið ráðinn þjálfari hjá Elliða í 3. deild karla en liðið fór upp úr 4. deildinni síðastliðið haust.

Elmar tekur við af Jóni Aðalsteini Kristjánssyni sem tók við Kára eftir tímabilið.

Í gegnum tíðina hefur Elmar þjálfað yngri flokka hjá KR, Fjölni, Gróttu og Leikni R.

Honum til halds og trausts verður Kári Jónasson.

„Stjórn Elliða býður þá félaga hjartanlega velkomna til starfa og vonast eftir farsælu samstarfi í 3. deildinni í sumar," segir á Twitter síðu Elliða.




Athugasemdir
banner
banner