
Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins var að vonum sáttur eftir að Ísland tryggði sér sæti í lokakeppni EM.
Framherjinn kom inná undir lokin en komst ekki mikið inn í leikinn.
Framherjinn kom inná undir lokin en komst ekki mikið inn í leikinn.
Lestu um leikinn: Ísland 0 - 0 Kasakstan
„Það var yndisleg tilfinning, við áttum náttúrulega að vera búnir að klára þennan leik og ná okkur í þrjú stig."
Þrátt fyrir að Ísland hafi ekki unnið leikinn þá var Viðar, skiljanlega ekki að pæla of mikið í því.
„Við töluðum um það að vinna leikinn og vera efstir í riðlinum, það tókst ekki í dag en við erum komnir á EM, við erum sáttir í bili."
Viðar hefði viljað fá fleiri mínútur í dag.
„Ég hefði viljað koma inná aðeins fyrr, það vantaði einhvern til að breyta leiknum."
Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir