Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 06. desember 2019 19:25
Ívan Guðjón Baldursson
Nigel Pearson ráðinn til Watford (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Watford er búið að staðfesta Nigel Pearson sem nýjan stjóra félagsins. Samningur hans gildir út tímabilið, með möguleika á eins árs framlengingu takist honum að bjarga liðinu frá falli.

Watford vermir neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 8 stig eftir 15 umferðir. Pearson hefur ekki starfað í deildinni síðan hann var látinn fara frá Leicester sumarið 2015, eftir rasískan kynlífsskandal sonar hans í æfingaferð í Taílandi.

Pearson er 56 ára og mun stýra Watford í fyrsta sinn á Anfield um næstu helgi. Bráðabirgðastjórinn og þjálfari U23 liðsins, Hayden Mullins, mun stýra Watford gegn Crystal Palace á morgun.

Síðasta starf Pearson var hjá Leuven í belgísku B-deildinni, en hann skildi við liðið í febrúar þegar það var í næstneðsta sæti deildarinnar og hafði aðeins unnið 2 af síðustu 10 leikjum sínum.

„Nigel er frábær þjálfari og kemur til félagsins með alla þá reynslu sem þarf til að snúa tímabilinu okkar við. Hann er fullur af ástríðu og það er sönn ánægja að hlusta á hann tala um fótbolta. Ég er viss um að þessi ástríða muni skipta sköpum fyrir liðið á tímabilinu," sagði Scott Duxbury, forseti og framkvæmdastjóri Watford.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner