Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 07. maí 2020 15:18
Magnús Már Einarsson
Viðar áfram hjá Yeni Malatyaspor (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson verður áfram á láni hjá Yeni Malatyaspor á næsta tímabili. Hann greindi frá þessu í viðtali við Sportið í dag á Stöð 2 Sport í dag.

„Ég verð áfram á næsta tímabili þar. Það er búið að græja það. Ég verð 100% þar á næsta tímabili," sagði Viðar í viðtalinu á Stöð 2 Sport.

„Það verður vesen með marga leikmenn með samninga en það er búið að ganga frá samningi að ég verð allavega eitt tímabil í viðbót þarna og ég er mjög sáttur með það."

Viðar er á láni frá Rostov í Rússlandi en hann gekk til liðs við Yeni Malatyaspor í janúar.

Hinn þrítugi Viðar hafði skorað eitt mark í sjö leikjum í tyrknesku úrvalsdeildinni áður en keppni var hætt í mars vegna kórónaveirunnar. Stefnt er á að hefja aftur leik þar þann 12. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner