banner
   mið 07. ágúst 2019 08:23
Magnús Már Einarsson
Coutinho til Tottenham eða Man Utd
Powerade
Coutinho er á leið aftur í enska boltann.
Coutinho er á leið aftur í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Endar Eriksen á Old Trafford?
Endar Eriksen á Old Trafford?
Mynd: Getty Images
Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar á morgun og það gæti ýmislegt gerst áður en skellt verður í lás. Skoðum slúðurpakka dagsins.



Paulo Dybala, framherji Juventus, er á leið í viðræður við Tottenham. Hann gæti komið til félagsins á 62 milljónir punda á morgun. (Mail)

Tottenham vill einnig fá Philippe Coutinho (27) frá Barcelona. Arsenal hefur ekki áhuga á honum. (ESPN)

Coutinho gæti einnig gengið til liðs við Manchester United. (Express)

Manchester City mun ganga frá kaupum á Joao Cancelo (25) frá Juventus í dag. (Star)

Manchester United er að reyna að kaupa Christian Eriksen (27) fra Tottenham áður en félagaskiptaglugginn lokar. (Telegraph)

Eriksen er ekki í langtímaáætlunum Mauricio Pochettino, stjóra Tottenham, en danski leikmaðurinn sagði fyrr í sumar að hann vildi takast á við nýja áskorun. (Mirror)

Manchester United er að reyna að kaupa Eriksen því félagið hefur efasemdir um að Paul Pogba (26) verði ennþá á Old Trafford í lok mánaðarins. Félög utan Englands geta keypt leikmenn til mánaðarmóta og Pogba gæti farið. (Standard)

RB Leipzig hefur hafnað 55 milljóna punda tilboði frá Arsenal í varnarmanninn Dayot Upamecano (20). (Bild)

RB Lepzig hefur sagt Arsenal að Upamecano sé ekki til sölu en riftunarverðið í samningi hans hljóðar upp á 92 milljónir punda. (Mirror)

DC United ætlar að ræða við umboðsmenn Mesut Özil (30) leikmanns Arsenal. Bandaríska félagið vill fá Özil á næsta ári til að fylla skarð Wayne Rooney sem er á leið til Dergby. (Mirror)

PSG hefur boðið Manchester United, Juventus og Real Madrid að fá Neymar (27). PSG vill ekki selja Neymar til Barcelona. (Sport)

Liverpool hefur engan áhuga á að selja miðjumanninn Fabinho (25) en hann hefur verið orðaður við Real Madrid. (Echo)

Leicester er að skoða að fá norska varnarmanninn Kristoffer Ajer (21) frá Celtic til að fylla skarð Harry Maguire sem fór til Manchester United í vikunni. (Star)

Manchester United gæti óvænt samið við spænska framherjann Fernando Llorente (34) en hann er án félags. (Sky Sports Italy)

Everton er við það að ganga frá lánssamningi á franska varnarmanninum Djibril Sidibe (27) hjá Mónakó. (Mail)

Romelu Lukaku (26) framherji Manchester United æfði áfram með U18 liði Anderlecht í gær en framtíð hans er í óvissu. United hefur ekki gefið Lukaku leyfi til að vera við æfingar í Belgíu. (Mail)

Manchester United ætlar að sekta Lukaku fyrir að mæta ekki til æfinga í Englandi. (Star)

Watford hefur hafnað 36,7 milljóna punda tilboði frá Everton í miðjumanninn Abdoulaye Doucoure (26). Watford er hins vegar að fá Ismaila Sarr (21) kantmann Rennes í sínar raðir. (Sky Sports)

Manchester United og Manchester City hafa bæði sent njósnara til að fylgjast með Hakon Evjen (19) miðjumanni Bodö/Glimt í Noregi. (TV2)
Athugasemdir
banner
banner
banner