Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 08. maí 2019 12:56
Elvar Geir Magnússon
Fjórtán ára strákur ein af hetjunum í sigri Liverpool
Trent Alexander-Arnold og Cannonier.
Trent Alexander-Arnold og Cannonier.
Mynd: Twitter
Oakley Cannonier, fjórtán ára boltastrákur, hefur verið hylltur sem hetja eftir hans framlag í 4-0 sigri Liverpool gegn Barcelona í gær.

Liverpool vann einvígið samtals 4-3 í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og verður í úrslitaleiknum í Madríd þann 1. júní.

Amma Cannonier litla segir við enska fjölmiðla að strákurinn sé að springa af stolti eftir allt það hrós sem hann hefur fengið frá stuðningsmönnum Liverpool á samfélagsmiðlum.

Graeme Souness er meðal þeirra sem hefur hrósað Cannonier en hann kallar eftir því að strákurinn fái miða á úrslitaleikinn og ársmiða frá Liverpool.

Cannonier var fljótur að láta Trent Alexander-Arnold fá boltann í aðdragandanum að fjórða marki Liverpool í gær. Alexander-Arnold tók snöggt horn á meðan leikmenn Barcelona voru ekki viðbúnir og úr því kom markið sem réði úrslitum í einvíginu.


Athugasemdir
banner
banner