Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   sun 08. september 2019 16:40
Helga Katrín Jónsdóttir
Hallbera: Sýndum að við erum betra fótboltalið
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Valur endurheimti toppsætið í dag þegar þær unnu ÍBV 4:0 í 16. umferð Pepsi-Max deildarinnar. Hallbera átti frábæran leik fyrir Val og var að vonum kát að leikslokum:

Lestu um leikinn: Valur 4 -  0 ÍBV

"Já ég held að þetta hafi bara verið nokkuð öruggt. Við gerðum út um þetta í fyrri hálfleik og vorum kannski aðeins rólegri í seinni enda erfiður leikur framundan svo það er gott að þetta hafi verið nokkuð öruggt"

"Við hefðum kannski getað haldið boltanum aðeins betur, vorum oft að missa hann klaufalega og gera þetta óþarflega erfitt fyrir okkur. Við hefðum þó getað unnið þennan leik töluvert stærra en ég er svosem mjög sátt með 4:0."

Spilaðist leikurinn eins og Hallbera bjóst við?

"Já í rauninni, þær voru með einhverja 5 manna línu í fyrri hálfleik og mjög þéttar og berjast mikið en við sýndum bara að við erum betra fótboltalið og úrslitin sýna það."

Hallbera fékk að hvíla síðustu 10 mínútur leiksins. Var verið að hvíla hana fyrir stórleikinn við Breiðablik í næstu umferð?

"Ég hefði náttúrulega sjálf viljað spila áfram en hann er eitthvað hræddur um að gömlu konurnar séu orðnar þreyttar en það er engin þreyta í okkur."

Næsti leikur Vals er gegn Blikum þar sem svokallaður úrslitaleikur deildarinnar fer fram. En liðin tvö hafa verið í sérflokki í sumar og sitja í fyrsta og öðru sæti deildarinnar.

"Já þessi leikur er svolítið búinn að hanga yfir manni. Við vissum að við þyrftum að klára leikina fram að þessum leik til að gera þetta að úrslitaleik og þetta verður þannig. Þetta er einfaldlega úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn og ég hef farið í nokkra svoleiðis leiki og það er bara ógeðslega gaman. Ég á von á að fullt af fólki mæti á völlinn og þetta verður hörkuleikur hjá tveimur bestu liðunum í sumar sem munu klára mótið þarna."

Viðtalið við Hallberu má sjá í spilaranum hér að ofan






Athugasemdir
banner
banner
banner