Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 08. október 2016 20:16
Hafliði Breiðfjörð
Hermann Hreiðarsson hættur þjálfun Fylkis (Staðfest)
Hermann Hreiðarsson er hættur þjálfun Fylkis.
Hermann Hreiðarsson er hættur þjálfun Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þess efnis að Hermann Hreiðarsson sé hættur þjálfun liðsins. Í tilkynningunni kemur fram að um sameiginlega ákvörðun félagsins og Hermanns sé að ræða.

Hermann tók við liðinun á miðju tímabili í fyrra en liðinu gekk mjög illa í sumar og fór svo á endanum að Fylkir féll úr Pepsi-deildinni með því að enda í næst neðsta sæti deildarinnar. Liðið leikur því í næst efstu deild á næsta ári.


Tilkynning Fylkis:
Knattspyrnudeild Fylkis og Hermann Hreiðarsson hafa sameiginlega komist að samkomulagi að hann láti að störfum sem þjálfari karlaliðs félagsins.

Hermann tók við liðinu á miðju tímabili í fyrra.

Knattspyrnudeild Fylkis langar að þakka Hermanni fyrir hans framlag til félagsins en hann hefur verið frábær félagsmaður og gert margt gott fyrir félagið. Knattspyrnudeild Fylkis óskar Hermanni velfarnaðar í framtíðinni.

Hermann vill koma á framfæri þökkum, þá fyrst og fremst til leikmanna, stjórnar og þjálfarateymis fyrir frábært samstarf. Tímabilið hafi ekki endað eins og til var ætlast en umgjörð og stuðningur hafi verið til fyrirmyndar. Fylkir er frábær klúbbur sem á heima í efstu deild og með stuðning leikmanna, stjórnar og síðast en ekki síst stuðningsmönnum félagsins þá verður félagið komið aftur þangað áður en langt um líður.
Baráttukveðja,
Hermann Hreiðarsson

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner