Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. mars 2020 19:22
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Darri í Fylki (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir hefur fengið til sín markvörðinn Arnar Darra Pétursson en hann kemur til með að berjast við Aron Snæ Friðriksson um stöðuna í Pepsi Max-deildinni.

Arnar Darri er fæddur árið 1991 og uppalinn í Stjörnunni en hann fór út í atvinnumennsku árið 2008 og samdi við Lyn í Noregi.

Hann lék með Lyn í tvö ár áður en hann samdi við SönderjyskE í Danmörku. Arnar lék með liðinu í tvö ár áður en hann hélt heim í Stjörnuna.

Hann hefur spilað með Þrótturum síðustu fjögur tímabil en samningur hans rann út í október á síðasta ári.

Arnar hefur nú fengið félagaskipti í Fylki og mun berjast um markvarðarstöðuna fyrir komandi tímabil en hann er löglegur fyrir næsta leik gegn Keflavík í Lengjubikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner