Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 10. janúar 2020 17:28
Brynjar Ingi Erluson
Wilder framlengir við Sheffield Utd til 2024 (Staðfest)
Chris Wilder er í miklum metum hjá Sheffield United
Chris Wilder er í miklum metum hjá Sheffield United
Mynd: Getty Images
Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United, framlengdi í dag samning sinn við félagið til ársins 2024.

Wilder tók við Sheffield United árið 2016 er liðið var í ensku C-deildinni en hann hefur sterkar taugar til félagsins. Hann spilaði með liðinu á atvinnumannaferli sínum frá 1986 til 1992 og svo aftur eitt tímabil frá 1998 til 1999.

Hann hafði þjálfað þrjú félög áður en hann tók við United árið 2016. Wilder gerði Sheffield að C-deildarmeisturum árið 2017 og náði svo 10. sæti í B-deildinni tímabilið á eftir.

Wilder kom Sheffield upp í úrvalsdeildina í lok síðasta tímabils er liðið hafnaði í 2. sæti B-deildarinnar og þá hefur liðið blómstrað á þessu tímabili í úrvalsdeildinni. Liðið er í 8. sæti með 29 stig.

Hann skrifaði undir nýjan fjögurra og hálfs árs samning við félagið í dag en félagið greinir frá þessu á heimasíðu sinni.

Sheffield United mætir West Ham á Bramall Lane í 22. umferð deildarinnar í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner