Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 10. mars 2020 06:00
Magnús Már Einarsson
GG fær níu nýja leikmenn (Staðfest)
GG fór í úrslitakeppnina í fyrra.
GG fór í úrslitakeppnina í fyrra.
Mynd: GG
GG hefur fengið níu nýja leikmenn til liðs við sig fyrir átökin í 4. deildinni í sumar.

Daníel Andri Pálsson, Hlynur Kári Steinarsson, Luka Sapina og Dusan Lukic koma á láni frá Grindavík.

Daníel Andri er 19 ára miðvörður sem á 28 leiki fyrir GG, Hlynur, Luka og Dusan eru allir enn gjaldgengir í 2.flokk og spila einni með Grindavík/GG í 2.flokki.

Birkir Snær Sigurðsson og Andri Jón Sveinsson koma frá Grindavík. Þeir eru báðir fæddir 2000 og eru að taka sín fyrstu skref í meistaraflokki.

Fernando Valladres Serrano og Jaizkibel Roa Ergote koma frá KM. Fernando er 24 ára sóknarmaður sem spilaði 10 leiki fyrir KM í fyrra og Jaizkibel er 29 ára gamall markmaður sem spilaði 11 leiki með KM í fyrra.

Einnig gengur þjálfari liðisns Sigurður Elíasson yfir í félagið en hann er með mikla reynslu í neðri deildum og á hann 74 leiki fyrir Víði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner