Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 10. apríl 2019 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Mohamed Didé Fofana í Víking á láni (Staðfest)
Víkingur hefur fengið til sín leikmann frá Sogndal.
Víkingur hefur fengið til sín leikmann frá Sogndal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. hefur fengið Mohamed Didé Fofana á láni frá norska félaginu, Sogndal.

Didé var á reynslu hjá Víkingi á dögunum og þótti standa sig vel og heillaði þjálfarateymi Víkings.

Mohamed Didé Fofana er tvítugur miðjumaður sem kemur frá Gíneu og er samningsbundinn Sogndal. Hann lék 14 mínútur með Sogndal í norsku 1. deildinni á síðustu leiktíð.

„Hann getur spilað allar stöður á miðjunni og getur líka leikið í miðverðinum. Hann er flottur strákur og það er greinilegt að hann kann leikinn," sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings í Pepsi Max deildinni í samtali við Fótbolta.net á dögunum.

Víkingar leika gegn Val í opnunarleik Pepsi Max-deildarinnar þann 26. apríl.

Mohamed Didé Fofana er kominn í Draumaliðsleikinn. Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Komnir:
James Mack frá Vestra
Júlíus Magnússon frá Heerenveen
Þórður Ingason frá Fjölni
Atli Hrafn Andrason frá Fulham
Mohamed Didé Fofana frá Sogndal (Á láni)

Farnir:
Alex Freyr Hilmarsson í KR
Andreas Larsen í Trelleborgs
Aris Vaporakis
Arnþór Ingi Kristinsson í KR
Geoffrey Castillion í FH (Var á láni)
Jörgen Richardsen
Milos Ozegovic
Morice Mbaye
Valdimar Ingi Jónsson í Fjölni
Aron Már Brynjarsson í Torns IF í Svíþjóð
Athugasemdir
banner
banner