Alex Freyr Hilmarsson var í dag staðfestur sem nýr leikmaður KR en hann hefur verið lykilmaður hjá Víkingi Reykjavík undanfarin ár.
Það er nokkuð síðan það var ljóst að Alex færi í KR en skiptin voru ekki staðfest fyrr en í dag.
Það er nokkuð síðan það var ljóst að Alex færi í KR en skiptin voru ekki staðfest fyrr en í dag.
„Þetta var í raun löngu orðið klárt. Það átti bara eftir að koma (Staðfest)," sagði Alex.
Víkingar geymdu Alex á bekknum í lokaumferðinni þegar leikið var gegn KR enda var ljóst að hann væri á leið í Vesturbæinn.
„Ég held að það hafi verið best fyrir alla. Fyrir mig og bæði félögin. Það var mjög skrýtin tilfinning að vera þarna á bekknum."
Er þetta ekki rökrétt skref á hans ferli?
„Jú ekki spurning, koma sér í góða samkeppni og lið sem er að fara að berjast um titla. Maður spilar alltaf best undir pressu," segir Alex sem býst við að vinna titla með KR.
Viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir