Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 10. júní 2019 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
El Ghazi keyptur til Aston Villa (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Aston Villa hefur fest kaup á kantmanninum Anwar El Ghazi og mun hann spila með liðinu í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

El Ghazi skrifaði undir fjögurra ára samning við Villa. Kaupverðið er ekki gefið upp.

El Ghazi var í láni hjá Aston Villa frá franska félaginu Lille á síðustu leiktíð og hjálpaði hann liðinu að komast aftur upp í deild þeirra bestu á Englandi.

Hann skoraði sex mörk fyrir Villa á tímabilinu, þar á meðal í 2-1 sigrinum í Championship umspilinu gegn Derby.

Þessi fyrrum leikmaður Ajax er annar leikmaðurinn sem Villa kaupir í sumar eftri að hafa fengið spænska sóknarmanninn Jota frá Birmingham City.

„Hann er frábær viðbót við hópinn fyrir næsta tímabil," sagði Dean Smith, stjóri Aston Villa, um hinn 24 ára gamla El Ghazi.

Birkir Bjarnason er á mála hjá Aston Villa en hann spilaði lítið á nýliðnu tímabili.



Athugasemdir
banner
banner